Kauphöllin hefur sent formlega tilkynningu þar sem hún ítrekar að tilgangurinn með athugunarmerkingum sé að gera markaðnum viðvart um að sérstakar aðstæður séu fyrir hendi er varða útgefandann eða hlutabréf hans sem fjárfestar ættu að kynna sér.
Líkt og fram hefur komið tekur Kauphöllin ekki afstöðu til rekstrarhæfi félagsins heldur er einungis að vísa í ábendingu í áritun endurskoðanda.
Tilkynning Kauphallar í heild sinni:
CORRECTION: Fly Play hf. - Athugunarmerking
„Til að koma í veg fyrir misskilning hefur markaðstilkynningin verið uppfærð til að gera með ítarlegri hætti grein fyrir ástæðum og tilgangi athugunarmerkingarinnar.
Nasdaq Iceland hefur athugunarmerkt eftirfarandi:
ISIN Name Ticker
IS0000032936 Fly Play hf. PLAY
Félagið hefur verið athugunarmerkt, með vísun í ársreikning félagsins sem var birtur þann 17. febrúar 2025, þar sem eftirfarandi ábending kemur fram í áritun endurskoðanda í tengslum við rekstrarhæfi útgefanda (e. going concern):
„Without modifying our opinion we draw attention to the Endorsement and Statement by the Board of Directors and the CEO and Note 2 to the consolidated financial statements, which indicates that the Company has incurred a net loss of USD 66.013 thousand during the year ended December 31, 2024. These conditions, along with other matters set forth in the Statement by the Board of Directors and the CEO and Note 2, indicate the there is uncertainty that may cast doubt on the Company’s ability to continue as a going concern“
Rétt er að ítreka að í athugunarmerkingunni felst ekki mat Nasdaq Iceland á rekstrarhæfi félagsins heldur er hún gerð til að vekja athygli á ábendingu endurskoðandans.
Athugunarmerkingin er framkvæmd með vísan til ákvæðis 4.1.1 (f) í Nasdaq Nordic Main Market Rulebook for Issuers of Shares.
Almennt um athugunarmerkingar: Tilgangurinn með athugunarmerkingum er að gera markaðnum viðvart um að sérstakar aðstæður séu fyrir hendi er varða útgefandann eða hlutabréf hans sem fjárfestar ættu að kynna sér. Ástæður athugunarmerkingar gefa verið mjög misjafnar eftir aðstæðum. Athugunarmerkingar vara yfirleitt í takmarkaðan tíma.“