Hlutabréfaverð í Play lækkaði um 16,76%

Einar Örn Ólafsson forstjóri Play.
Einar Örn Ólafsson forstjóri Play. mbl.is/Árni Sæberg

Gengi hlutabréfa í flugfélaginu Play lækkaði um 16,76 prósent á markaði í dag. Viðskipti með bréf félagsins voru þó nokkuð lítil, eða fyrir aðeins 12 milljónir króna. Gengi félagsins stendur í 0,77 krónum á hlut en markaðsvirði félagsins er nú rúmur einn milljarður og 456 milljónir. 

Play var athugunarmerkt hjá Kauphöllinni þann 17. febrúar og var þá vísað í tilkynningu þar sem kom fram ábending endurskoðanda í ársreikningi félagsins fyrir árið 2024. Athugunarmerkingin er framkvæmd með vísan í ákvæði 4.1.1. (f) í reglubók Nasdaq en þar er vísað til óvissu um fjárhagsstöðu félags. 

Oculis hækkaði mest

Bréf Alvotech lækkuðu næst mest í viðskiptum í Kauphöllinni í dag, en gengi hlutabréfa félagsins lækkaði um 3,2 prósent. Hlutur í félaginu er metinn á 1.655 krónur.  

Gengi hlutabréfa í líftæknifyrirtækinu Oculis Holding hækkaði mest allra í  Kauphöllinni í dag, en gengi hlutabréfa félagsins hækkaði um 2,72 prósent. Oculis hefur verið skráð í Kauphöllina síðan í apríl síðastliðinn. 

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,87 prósent í viðskiptum dagsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK