Tilkynning frá Play: Harma ónákvæmar tilkynningar Kauphallar

Einar Örn Ólafsson forstjóri Play.
Einar Örn Ólafsson forstjóri Play. mbl.is/Unnur Karen

Play hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu á ritstjórn mbl.is í tilefni þess að félagið var athugunarmerkt í Kauphöll. Tilkynningu félagsins í heild sinni má lesa hér að neðan:

Tilkynning Play:

Stjórn PLAY harmar óskýrar tilkynningar og fréttaflutning um rekstrarhæfi félagsins. Í gær birtist frétt á mbl.is með fyrirsögninni: Kauphöll vísar til vafa um rekstrarhæfi PLAY. Þar var vitnað í athuganarmerkingu PLAY í Kauphöll og látið í það skína að endurskoðandi hafi gert athugasemd um rekstrarhæfi félagsins í ársreikningi. Það er ekki rétt. Hið rétta er að endurskoðandi PLAY áritaði ársreikning félagsins fyrirvaralaust og gerði þar með engar athugasemdir um rekstrarhæfi félagsins. Hins vegar bendir endurskoðandi á (ábending) skýringar með ársreikningi og á skýrslu stjórnar PLAY í áritun sinni þar sem vísað er til þess að ef markaðsaðstæður breytast eða áætlanir ganga ekki eftir á næstu 12 mánuðum gæti félagið þurft að styrkja reksturinn með því að sækja aukið fé.

PLAY greindi skilmerkilega frá ábendingu endurskoðanda í kynningu sinni á dögunum og í fréttatilkynningu fyrr í vikunni. Hér er því einungis verið að endurtaka það sem áður hefur komið fram. Þá greindi PLAY frá því við kynningu á ársreikningi að sjóðsstaða félagsins sé betri en á sama tíma og í fyrra og rekstrarhorfur félagsins mun betri en áður.

Vegna ábyrgrar nálgunar við skil á ársreikningi taldi stjórn nauðsynlegt að benda á að þegar verið sé að breyta um viðskiptalíkan, eins og í tilviki PLAY, væri rétt að benda á að slíkum breytingum kynni að fylgja óvissa. Sú staða gæti því komið upp að ef aðstæður breyttust þyrfti félagið mögulega að sækja meira fé í reksturinn. Í áritun endurskoðandans er á þetta bent. Vegna þessarar ábendingar endurskoðandans ákvað Kauphöllin að athugunarmerkja PLAY, en fram hefur komið hjá Kauphöllinni að slíkt sé alvanalegt hjá fyrirtækjum skráðum á markað.

Í framangreindu felst að hvorki Kauphöll né endurskoðandi PLAY hafa gert athugasemd við rekstrarhæfi félagsins eins og mátti skilja af fréttaflutningi gærdagsins. Af þeirri ástæðu hefur Kauphöll nú sent frá sér nýja tilkynningu undir yfirskriftinni: Leiðrétting.

Óskýrar tilkynningar af þessu tagi og fréttaflutningur af þeim valda alvarlegum misskilningi sem veldur félaginu tjóni."

Hér eru þær fréttir sem skrifaðar hafa verið um málið:

Úr skýrslu endurskoðanda: 

Úr ársreikningi Play.
Úr ársreikningi Play.

Hér má nálgast ársreikninginn þar sem lesa má skýrslu endurskoðanda í heild sinni:

Ársreikningur Play fyrir 2024

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK