Sýn birti ársreikning sinn fyrir árið 2024 síðastiðið fimmtudagskvöld. Ársreikningur samstæðu Sýnar hf. fyrir árið 2024 var samþykktur á stjórnarfundi þann 20. febrúar 2025.
Rekstrartekjur samstæðunnar árið 2024 námu 21.647 milljónum króna samanborið við 21.746 milljónir króna af áframhaldandi starfsemi á árinu 2023.
Tekjur af kjarnastarfsemi jukust um 4,4%. Auglýsingasala jókst um tæplega 10% á árinu og skýrist einkum af hækkun í auglýsingatekjum sjónvarps sem hækkuðu um 40,8%. Tekjur í auglýsingasölu Vísis og í útvarpi jukust um 3,4%. Heilt yfir voru auglýsingatekjur á öllum miðlum þó undir væntingum á fjórða ársfjórðungi.
Rekstrarkostnaður nam 6.780 milljónum króna á árinu og eykst um 3,6% milli ára. Helsta skýringin eru almennar kjarasamningsbundnar hækkanir 3,25% og eignfærður launakostnaður lækkaði jafnframt um 131 milljón króna milli ára, vegna minni fjárfestinga og breytinga á eignafærslustefnu félagsins.
Rekstrarhagnaður (EBIT) samstæðunnar nam 739 m.kr. fyrir virðisrýrnun árið 2024 samanborið við 3.544 milljónir króna í fyrra. Leiðrétt fyrir hagnaði af stofnnetssölu á 4F 2023 var EBIT 2023 1.108 milljónir króna.
Tap eftir skatta fyrir virðisrýrnun nam 357 milljónum króna samanborið við 2.109 milljóna króna hagnað í fyrra. Leiðrétt fyrir hagnaði af stofnnetssölu var tap samstæðunnar á árinu 2023 327 milljónir króna.
Lesa má umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.