Risarnir lognist ekki út af

Sigurður segir að TikTok Shop sé orðin gríðarlega stór og …
Sigurður segir að TikTok Shop sé orðin gríðarlega stór og vaxandi í Bandaríkjunum. Eyþór Árnason

Sigurður Svansson framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Sahara segist, spurður um þróun samfélagsmiðla og leitarvéla á netinu, eiga erfitt með að sjá risana á markaðnum lognast út af í næstu framtíð og á þar við Google og Meta sem á Facebook, Instagram og WhatsApp. „Eitt sem er þegar farið að breytast er leitarhegðun á netinu. Ef ég er til dæmis á leiðinni í ferðalag þá byrja ég fyrst að leita á TikTok og horfi þar á myndbönd af áfangastöðum. Þegar ég hef myndað mér skoðun færi ég mig yfir á Google og byrja að skoða viðeigandi vefsíður.“

Byrjar í Chat GPT

Einnig kveðst Sigurður núorðið oftast hefja leit sína í gervigreindarforritum eins og Chat GPT, enda fáist þar afmarkað svar en ekki „hrúga“ af leitarniðurstöðum.

Annað sem Sigurður segir að sé orðið algengt í Bandaríkjunum er svokölluð samfélagsmiðlaverslun. „TikTok Shop er orðin gríðarlega stór og vaxandi. Þetta er eins og að vera með sjónvarpsmarkaðinn fyrir framan þig. Þú sérð kannski peysu sem þig langar í og þú klárar kaupin í gegnum TikTok.“

Hann segir að samfélagsmiðlar séu í stöðugri þróun. „Þeir eru að þróast frá því að vera fyrir vinatengsl, yfir í að vera auglýsingadrifnir og afþreyingarmiðlar. Það má svo leiða hugann að því hvort þetta endi ekki allt í sýndarveruleika? Guð má vita hvar þetta endar.“

Tvö hliðarverkefni

Eins og fjallað var um í ViðskiptaMogganum í síðustu viku rekur Sahara nú útibú í Orlando í Flórída í Bandaríkjunum. Því til viðbótar rekur Sahara tvö hliðarverkefni. Í fyrsta lagi er það Sahara Akademían. „Við erum búin að útskrifa 130 manns úr verklegum námskeiðum í samfélagsmiðlum. Þarna eru settar upp auglýsingaherferðir á miðlum Meta og á Google. Við fáum ótrúlega góð viðbrögð og námskeiðin hafa alltaf verið uppseld.“

Hitt hliðarverkefnið er vefsíðufyrirtækið Klick. „Við settum það í gang nú um áramótin en höfum í gegnum tíðina verið að smíða vefsíður fyrir viðskiptavini og skilað af okkur yfir 170 síðum. Við tókum þá ákvörðun sem sagt að gera þetta að sérstöku fyrirtæki og gefa því tækifæri til að vaxa og dafna í nánu samstarfi við Sahara.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK