Micro og Klaki hafa sameinast

Gunnar Óli Sölvason framkvæmdastjóri Micro og Óskar Pálsson framkvæmdastjóri Klaka …
Gunnar Óli Sölvason framkvæmdastjóri Micro og Óskar Pálsson framkvæmdastjóri Klaka handsala samninginn á smiðjugólfinu. Ljósmynd/Micro og Klaki

Samningar hafa tekist um samruna tæknifyrirtækjanna Micro og Klaka og verður starfsemi félaganna sameinuð undir einu þaki í húsakynnum að Einhellu í Hafnarfirði.

Micro var stofnað árið 1996 og hefur sérhæft sig í hönnun og smíði vinnslubúnaðar fyrir matvælageirann, og þá einkum fyrir vinnslu á fiski bæði á sjó og í landi.

Klaki á sér hálfrar aldar sögu og framleiðir fyrirtækið sjálfvirkan búnað fyrir matvæla- og framleiðsluiðnað til sjós og lands.

Í tilkynningu frá félögunum segir að sameiningin styðji við áform um áframhaldandi vöxt en á undanförnum árum hafa bæði félögin aukið veltu sína mikið.

Haft er eftir Gunnari Óla Sölvasyni, framkvæmdastjóra Micro, að sameinuð geti félögin tekið að sér fleiri og stærri verkefni og hækkað þjónustustigið, en með auknum umsvifum erlendis hafi þörfin aukist fyrir þjónustu á öllum tímum sólarhringsins. ai@mbl.is

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 24. febrúar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK