Colas breytir framkvæmdastjórn

Björk Úlfarsdóttir, sviðsstjóri gæða-, umhverfis- og öryggismála auk rannsóknar og …
Björk Úlfarsdóttir, sviðsstjóri gæða-, umhverfis- og öryggismála auk rannsóknar og þróunar (QHSE+R&D) hjá Colas. Ljósmynd/Aðsend

Samkvæmt tilkynningu hefur malbikunarfyrirtækið Colas fengið til liðs við sig tvo nýja framkvæmdastjóra, Björk Úlfarsdóttur og Ingvar Torfason. 

Björk Úlfarsdóttir verður sviðsstjóri gæða-, umhverfis- og öryggismála auk rannsóknar og þróunar (QHSE+R&D). Björk er með meistaragráðu í efnaverkfræði frá KTH Royal Institute of Technology. Meistaraverkefni hennar var samanburðarrannsókn á íslensku og erlendu steinefni í klæðingu með bikþeytu. Undanfarin ár hefur Björk verið deildarstjóri umhverfis-, gæða- og nýsköpunar hjá Colas og fulltrúi fyrirtækisins í alþjóðlegum teymum á sínum sviðum innan samsteypunnar.

Ingvar Torfason verður sviðsstjóri tæknimála og gæðaeftirlits. Hann hefur verið deildarstjóri gæðaeftirlits hjá Colas síðastliðin sjö ár en unnið alls í 20 ár við malbikun og gæðaeftirlit. Hann hefur komið að malbikun í mörgum af stærstu verkefnum hér á landi, m.a. á öllum flugvöllum og jarðgöngum undanfarinna ára. Ingvar hefur einnig sinnt ráðgjöf og kennslu hjá fyrirtækjum Colas erlendis. Ingvar ber ábyrgð á öllu gæðaeftirliti með verkefnum Colas og samskiptum við verkkaupa á þessu sviði.

Ingvar Torfason, sviðsstjóri tæknimála og gæðaeftirlits Colas.
Ingvar Torfason, sviðsstjóri tæknimála og gæðaeftirlits Colas. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK