Spilling á viðburðastöðum

Harpa á mikið af búnaði að sögn Ingólfs.
Harpa á mikið af búnaði að sögn Ingólfs. Arnþór Birkisson

Ingólfur Arnarson framkvæmdastjóri HljóðX, sem sérhæfir sig í uppsetningu tæknibúnaðar fyrir tónleika, ráðstefnur, vörusýningar o.fl., segir að spilling ríki hjá opinberum viðburðastöðum. Vinátta og frændhygli útiloki aðila eins og HljóðX frá þátttöku á markaðnum þegar kemur að vali á búnaði inn á staði eins og Borgarleikhúsið, RÚV, Hof og Hörpu.

Hann segir að þetta lýsi sér t.d. í því hvernig menn leita tilboða í tæki inn á staðina og hvernig fundnar eru leiðir til að útiloka þá sem ekki eru vinir rétta fólksins.

„Harpa er mjög skýrt dæmi. Við kærðum hana til Samkeppniseftirlitsins árið 2013. Eftirlitið gaf út úrskurð okkur í hag en Harpa fór svo ekkert eftir honum.“

Ráða ekki sjálfir

Hann segir að listamenn og ráðstefnuhaldarar í Hörpu ráði ekki sjálfir við hvern þeir versla hvað varðar hljóð- og ljósakerfi. Allir verði að leigja búnað Hörpunnar. „Þegar þeirra búnaður dugar ekki er leitað til okkar og annarra tækjaleiga sem varaskeifu. Það er grátbroslegt því þetta fyrirkomulag er að drepa niður alla samkeppni.“

Ingólfur segir að eftir því sem Harpa kaupi meira inn af búnaði því erfiðara sé fyrir leigurnar að halda áfram að bjóða góð tæki. Tekjurnar dragist saman.

Ingólfur Arnarson framkvæmdastjóri HljóðX.
Ingólfur Arnarson framkvæmdastjóri HljóðX.

Ingólfur segir HljóðX hafa kært útboð Hörpu á ljósakerfi fyrir tveimur árum. „Við vorum með hagstæðasta tilboðið en kærunefnd útboðsmála dæmdi útboðið ógilt. Hörpu var gert að greiða kostnað okkar sem hún hefur enn ekki gert.“

Hann segir að í stað þess að endurtaka útboðið á löglegan hátt hafi Harpa brugðist við með því að láta Ríkiskaup búa til gögn fyrir rammasamning. Þar hafi þannig verið búið um hnútana að einungis ákveðnir aðilar gátu tekið þátt í útboðinu. „Það er með ólíkindum hvernig þetta umhverfi er,“ segir Ingólfur að lokum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK