Vilja reisa hótel við Fjaðrárgljúfur

Birta á von á að framkvæmdir Fjaðrárgljúfur hefjist á þessu …
Birta á von á að framkvæmdir Fjaðrárgljúfur hefjist á þessu ári og taki um eitt og hálft ár. Morgunblaðið/Eyþór

Ferðaþjónustufyrirtækið Arctic Adventures skoðar nú þann möguleika að reisa hótel í nágrenni við áfangastaðinn Fjaðrárgljúfur á Suðausturlandi, skammt frá Kirkjubæjarklaustri, en gljúfrið er í eigu fyrirtækisins. „Það vantar meiri gistingu á suðurströndinni og þetta er hentug staðsetning. Fjaðrárgljúfur er 2-3 km frá þjóðveginum,“ segir Birta Ísólfsdóttir framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures í samtali við ViðskiptaMoggann.

Hún segir að í kringum 300 þúsund manns komi í Fjaðrárgljúfur á ári. „Sá fjöldi eykst ár frá ári. Það er ekki langt síðan það voru gerð góð bílastæði og sett upp klósettaðstaða.“

Gljúfrið er friðlýst og ekki má lengur ganga þar ofan í. „Það er búið að gera góða útsýnispalla og bæta alla göngustíga. Aðalmarkmiðið er að auðvelda aðgengi og hámarka öryggi fólks.“

Síðar á þessu ári stendur til að hefja byggingu þjónustumiðstöðvar með kaffihúsi, verslun og salernisaðstöðu, og stækka bílastæði. Deiliskipulag er tilbúið að sögn Birtu.

Gjaldtaka hefur verið við gljúfrið síðan 2023.

Bieber jók aðsókn

Eins og Birta minnir á þá jókst ferðamannastraumur á staðnum til mikilla muna þegar bandaríski tónlistarmaðurinn Justin Bieber notaði myndefni af sér í gljúfrinu í tónlistarmyndbandi við lagið Company árið 2016. Horft hefur verið 730 milljón sinnum á myndbandið á myndbandsveitunni YouTube.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK