Rauður dagur í Kauphöllinni

Bjallan í Kauphöllinni á Íslandi.
Bjallan í Kauphöllinni á Íslandi. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Hluta­bréf hafa lækkað mikið í Kaup­höll­inni í morg­un og hef­ur Úrvals­vísi­tal­an lækkað um 2,48% það sem af er degi. Mest hafa lækkað hluta­bréf fyr­ir­tækja sem eiga tals­vert und­ir út­flutn­ingi á vör­um og þjón­ustu til Banda­ríkj­anna.

Í gær til­kynnti Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti að toll­ar sem hann hafði áður til­kynnt um gagn­vart Kan­ada og Mexí­kó myndu taka gildi, en um er að ræða 25% tolla á flest­ar vör­ur. Þá hækkaði hann fyrri áform um tolla á Kína og verða þeir 20% í stað 10%.

Í kjöl­farið hafa Kína og Kan­ada brugðist við með gagntoll­um á banda­rísk­ar vör­ur og má því segja að tolla­stríð sé skollið á milli Banda­ríkj­anna og þriggja stærstu viðskiptalanda þeirra.

Trump hef­ur einnig beint sjón­um sín­um að ESB

Vísi­töl­ur í er­lend­um kaup­höll­um beggja vegna Atlants­hafs­ins lækkuðu í gær og við opn­un markaða í dag og sömu sögu var að segja hér á landi. Ger­ist það þrátt fyr­ir að toll­un­um sé ekki beint gegn Íslandi, en Trump hef­ur þó áður sagt að hann áformi 25% tolla gagn­vart lönd­um Evr­ópu­sam­bands­ins.

Óvíst er hvaða áhrif það hefði á Ísland, en Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra hef­ur talað um að Ísland þurfi að passa sig á að lenda ekki á milli ESB og Banda­ríkj­anna komi til tolla­stríðs.

Mesta lækk­un­in í Kaup­höll­inni hér á landi er á bréf­um Ocul­is, eða um 6,57%. Þá hafa bréf í Al­votech lækkað um 5,36% og í Play um 4,73%. Bréf í Ice­land Sea­food hafa lækkað um 3,74%, í námu­fyr­ir­tæk­inu Amar­oq um 3,57%, í JBT Mar­el um 3,53% og í Eim­skip­um um 3,51%.

Bréf í öll­um öðrum skráðum fyr­ir­tækj­um hafa lækkað, ef frá er talið bréf í Kaldalóni sem hafa hækkað um 0,39% í aðeins 110 þúsund króna viðskipt­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK