Stika Solutions hlýtur styrk frá ESB

Starfsmenn og stjórn Stika Solutions. Fv: Elma Sif Einarsdóttir, Ólafur …
Starfsmenn og stjórn Stika Solutions. Fv: Elma Sif Einarsdóttir, Ólafur Róbert Rafnsson, Ebba Margrét Skúladóttir, Magnús Júlíusson, Ingólfur Helgason, Sveinn Margeirsson og Hafsteinn Zimsen. Ljósmynd/Aðsend

Íslenska tæknifyrirtækið Stika Solutions er meðal þeirra sem hljóta styrk í tengslum við rannsókna- og nýsköpunaráætlun Evrópusambandsins, Horizon Europe.

Segir í tilkynningu Stiku að styrkurinn sé merktur svokölluðu MeCCAM verkefni en markmið þess sé að þróa og innleiða mótvægis- og aðlögunaraðgerðir vegna loftlagsbreytinga og auka sjálfbærni og seiglu sjávarútvegs í Evrópu. Aðrir þátttakendur í MeCCAM frá Íslandi eru Matís, Háskóli Íslands, Trackwell og Brim.

Yfir 100 milljónir króna munu renna til íslenskra verkefna vegna MeCCAM af 650 milljónum sem var útvistað til 16 evrópska aðila.  

„Það er bæði mikilvægt og spennandi skref fyrir okkur að fá þennan styrk og við hlökkum til að nýta þær lausnir sem við höfum þróað undanfarin misseri til þess að auka sjálfbærni innan evrópsk sjávarútvegs. Þá mun þetta jafnframt efla áframhaldandi þróun Stika Solutions og stækka viðskiptanetið okkar út fyrir landsteinana. Síðast en ekki síst er þetta mikil viðurkenning fyrir okkur enda er hörð samkeppni um þessa styrki,” segir Magnús Júlíusson, framkvæmdastjóri Stika Solutions í tilkynningunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK