Borga meira fyrir íbúðir á Íslandi

Byggt í borginni.
Byggt í borginni. mbl.is/Árni Sæberg

Dagur B. Eggertsson, alþingismaður og formaður Íslandsdeildar NATO-þingsins, segir vexti og verðtryggingu leiða til þess að íslenskur almenningur greiði mun meira af íbúðum sínum en íbúar flestra landa í Evrópu. Hann kveðst ósammála greiningu Ragnars Árnasonar prófessors varðandi evruupptöku.

Rætt var við Ragnar Árnason, prófessor emeritus við Háskóla Íslands, í ViðskiptaMogganum í síðustu viku. Þar færði hann rök fyrir því að efnahagsmálin gangi betur á Íslandi en í ESB og á evrusvæðinu. Meðal annars af þeirri ástæðu sé hagsmunum Íslands ekki betur borgið með því að ganga í ESB og taka upp evru, auk þess sem upptaka evru myndi taka 20 ár eftir að aðild væri fengin.

Margir á annarri skoðun en Ragnar

Hver eru þín viðbrögð, Dagur, við slíkum sjónarmiðum?

„Það er eðlilegt að ræða öll sjónarmið varðandi Evrópusamvinnuna og það er það sem ég er að kalla eftir. Ég er á annarri skoðun en Ragnar,“ segir Dagur.

Dagur B. Eggertsson kallar eftir breiðari umræðu um kosti og …
Dagur B. Eggertsson kallar eftir breiðari umræðu um kosti og galla Evrópusambandsaðildar.

„Og það eru margir á annarri skoðun en Ragnar og hafa annað mat á efnahagslegu mikilvægi þess að hafa aðgang að og áhrif á þennan langstærsta markað fyrir okkar vörur.

Kjarninn er sá að það er mjög eðlilegt að efnahagsmálin séu rædd og vaxtastigið og að okkar börn séu kannski að borga íbúðina sína þrisvar út af íslenskum vöxtum og verðtryggingu meðan jafnaldrar þeirra í flestum löndum Evrópu borga sínar íbúðir bara einu sinni á miklu lægri vöxtum. Það sem ég er að halda fram er að við núverandi aðstæður þurfum við jafnvel að taka enn breiðari umræðu,“ segir Dagur.

Evrópusambandið glímir við margar áskoranir þessa stundina.
Evrópusambandið glímir við margar áskoranir þessa stundina. AFP

Þýðir ekki lægri vexti

Meðal niðurstaðna Ragnars var að ESB-aðild þýði ekki lægri vexti.

Þá sagði Ragnar nýlega skýrslu Mario Draghi, fyrrverandi seðlabankastjóra Evrópu, vitna um þann djúp­stæða vanda sem álf­an stend­ur frammi fyr­ir í efna­hags­legu til­liti. Þá hafi samruni hag­kerfa álf­unn­ar ekki skilað til­ætluðum ár­angri.

Ragnar Árnason, prófessor emeritus í hagfræði við Háskóla Íslands.
Ragnar Árnason, prófessor emeritus í hagfræði við Háskóla Íslands. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK