Festi greiðir 1,4 milljarða í arð

Ásta Sigríður Fjeldsted er forstjóri Festis.
Ásta Sigríður Fjeldsted er forstjóri Festis. Ljósmynd/Aðsend

Aðalfundur Festis hefur ákveðið að greiða arð til hluthafa fyrir um 1,4 milljarða króna eða kr. 4,5 fyrir hverja eina krónu af nafnverði hlutafjár í félaginu.

Arðurinn verði greiddur til hluthafa þann 9. apríl 2025, að því er segir í tilkynningu.  

Á heimasíðu Festis kemur fram að móðurfélagið Festi eigi dótturfélögin Krónuna sem rekur samnefndar matvöruverslanir, N1 sem rekur þjónustustöðvar eldsneytis- og rafmagnssölu og ýmsa þjónustu tengda smur- og bifreiðaþjónustu, ELKO sem er stærsta raftækjaverslun landsins, Lyfju sem starfrækir 45 apótek og útibú, Yrkir sem á og rekur fasteignir samstæðunnar og Bakkann vöruhótel sem sérhæfir sig í vöruhúsaþjónustu og dreifingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK