Kerfislega mikilvægt og selt fyrir 3,3 ma.kr.

ISNIC er skráningarstofa landshöfuðlénsins .is og sinnir rekstri þess.
ISNIC er skráningarstofa landshöfuðlénsins .is og sinnir rekstri þess. AFP/Frederic J. Brown

Innherji er skoðanadálkur ViðskiptaMoggans.

Tilkynnt var í janúar að Framtakssjóðurinn SÍA IV, sem er í rekstri sjóðastýringarfyrirtækisins Stefnis, hafi keypt meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. (ISNIC) nú í janúar. Endanleg viðskipti eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins og er beðið niðurstöðu þess.

Samkvæmt tilkynningu sjóðsins er ISNIC skráningarstofa landshöfuðlénsins .is og sinnir rekstri þess auk þess að reka miðlæga internettengipunktinn RIX. ISNIC hefur skráð .is-lén frá árinu 1988.

Það sem vekur athygli er að ISNIC hefur verið með einkaleyfi til að reka skráningu landslénsins .is. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur ítrekað verið á það bent að svo kerfislega mikilvægur hlekkur ætti ekki að vera í einkaeigu.

Árið 2001 átti sér stað einkavæðing ISNIC, þegar Háskóli Íslands, ríkissjóður og aðrir opinberir aðilar seldu um 93% hlutafjár félagsins til Íslandssíma hf., sem síðar varð þekkt undir merkjum Vodafone. Breytingar hafa orðið á eignarhaldi félagsins frá þeim tíma. Einn aðaleigandi félagsins síðustu ár, Jens Pétur Jensen, hefur á síðustu 13 árum fengið greiddar yfir 440 milljónir króna í arðgreiðslur. Annar eigandi félagsins, Bárður Hreinn Tryggvason, hefur fengið vel yfir 240 milljónir.

Rekstur félagsins hefur blómstrað í krafti einokunar og mun líklega gera það áfram í sama skjóli undir merkjum Framtakssjóðsins.

Samkvæmt lögum átti ríkissjóður forkaupsrétt að öllum bréfum félagsins og vekur það furðu í ljósi bæði stöðu og hlutverks ISNIC að ríkissjóður hafi ekki nýtt sér þann rétt við sölu félagsins til Framtakssjóðsins.

Við setningu laga um landshöfuðlén árið 2021 var sett inn ákvæði um forkaupsrétt ríkisins á hlutum í ISNIC á þeirri forsendu að tryggja að sú þjónusta sem fyrirtækið veitir og er nauðsynleg fyrir eðlilega virkni internetsins hér á landi verði undir íslenskri lögsögu. Í athugasemdum við lögin var sérstaklega tilgreint að verkefni ISNIC væru hluti af þeim mikilvægu innviðum sem felast í þeim stafrænu grunnvirkjum sem gegna lykilhlutverki í hinum íslenska hluta netsins.

Samkvæmt upplýsingum frá háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðuneytinu var það sameiginleg niðurstaða þáverandi ráðherra ásamt fjármála- og efnahagsráðuneytinu að beita ekki þessum forkaupsrétti, þar sem kaupandi var innlendur sjóður í dreifðri eign. Þar að auki var engin fjárheimild fyrirliggjandi til að fjármagna slík kaup.

Sum sé, ríkið gefur þessa kerfislegu mikilvægu gullgæs frá sér þar sem engin fjárheimild lá fyrir og treyst á að eignin haldist inni í sjóð í dreifðri eign. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK