Samkvæmt tilkynningu hefur Kristinn Ásgeir Gylfason lögfræðingur stofnað fyrirtækið Scaling Legal sem miðar að því að veita sprotafyrirtækjum sérsniðna lögfræðiþjónustu. Þessi ráðgjafaþjónusta er sérstaklega hönnuð fyrir fyrirtæki sem ekki hafa þörf fyrir eða getu til að ráða lögfræðing í fullt starf.
Áður var Kristinn í fimm ár hjá Sidekick Health.
„Scaling Legal leggur áherslu á að veita sprotafyrirtækjum upplifun sem líkist því að hafa innanhúss lögfræðing. Þjónustan felur í sér djúpa innsýn í rekstur og starfsemi hvers viðskiptavinar, sem gerir það mögulegt að veita einstaklingsmiðaða ráðgjöf án aukakostnaðar fyrir að læra inn á fyrirtækið. Þetta tryggir að fyrirtækin séu vel undirbúin fyrir fjármögnunarumferðir og vöxt." segir Kristinn.