Mæla með að selja hlutabréf í Heimum

Halldór Benjamín forstjóri Heima.
Halldór Benjamín forstjóri Heima. mbl.is/Karítas

Greiningar og ráðgjafarfyrirtækið IFS (Reitun) mælir með að selja í fasteignafélaginu Heimum. IFS metur virðismatsgengi félagsins um 36,8 krónur á hlut og því sé mælt með að fjárfestar minnki hluti sína í félaginu.

Vísað er sérstaklega til þess að hlutabréfaverð félagsins hafi hækkað um rúmlega 36% undanfarið hálft ár og að mati IFS styður virðismatið ekki við frekari hækkanir.

Afkoma Heima á fjórða ársfjórðungi var í línu við spá IFS og áætlanir félagsins. Áfram var mjög fínn gangur í útleigu hjá félaginu og var jákvæður raunvöxtur á fjórðungnum frá fyrra ári. Gert er ráð fyrir að hægjast muni á vexti leigutekna á árinu 2025, en áfram er gert ráð fyrir jákvæðum raunvexti og vaxandi EBITDA.

Leigutekjur félagsins hafi aukist um 8,1% á fjórða ársfjórðungi miðað við fyrra ár og námu 3.716 milljónir króna. Leigutekjur ársins voru 14.051 milljón króna og hækkuðu um 1,5% að raunvirði. Aðrar tekjur hækkuðu um 3,1%, en skiluðu neikvæðum raunvexti, sem hafði áhrif á heildarniðurstöðuna. Rekstrarkostnaður fjárfestingareigna var 683 milljónir króna á fjórðungnum.

Fram kemur í greiningunni að stjórnunarkostnaður og kostnaður við rekstur fasteigna hafi verið talsvert hærri en reiknað hafi verið með og hækkað hlutfallslega meira en leigutekjur félagsins.

Af stjórnunarkostnaðinum voru um 20% vegna viðskipta og veru á verðbréfamarkaði, eftir að tekið hefur verið tillit til einskiptiskostnaðar. EBITDA fyrir fjórðunginn var 2.615 milljónir króna, sem er hækkun um 5% frá fyrra ári og var aðeins undir spá IFS. 

Greinin birtist fyrst í ViðskiptaMogganum.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK