Staða ferðaþjónustunnar var til umræðu í viðskiptahluta Dagmála þessa vikuna. Gestur þáttarins var Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Í þættinum var rætt um ganginn í atvinnugreininni, skattspor greinarinnar, stöðu flugfélaganna og áhrif hennar á ferðaþjónustuna ásamt fleiru.
Spurður hvernig hann meti stöðu flugfélaganna segir Jóhannes að staða flugfélaga í heiminum sé almennt erfið.
„Staða flugfélaga í heiminum er náttúrulega almennt svona frekar erfið samkeppnislega. Þetta er gríðarlega harður samkeppnisheimur. Og það verður að segjast að við hefðum gjarnan viljað sjá afkomu beggja flugfélaganna íslensku ná sér betur á strik. Við höfum hins vegar fulla trú á að þau muni gera það,“ segir Jóhannes.
Áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á þáttinn í heild sinni hér: