Samkvæmt tilkynningu hefur Samkaup stofnað nýja markaðsdeild sem starfar þvert á verslanir og vörumerki fyrirtækisins. Inn í deildina hafa verið ráðnir þrír einstaklingar.
Halldóra Fanney Jónsdóttir, Auður Erla Guðmundsdóttir og Sunna Ösp Þórsdóttir hafa allar verið ráðnar sem sérfræðingar. Í deildinni starfar fyrir Vigdís Guðjohnsen, markaðsstjóri Nettó sem mun leiða nýju deildina og Hugi Halldórsson, viðskiptastjóri Vildarkerfis Samkaupa og staðgengill markaðsstjóra Kjör- og Krambúðanna.
Haft er eftir Vigdísi Guðjóhnssen, markaðstjóra Nettó:
„Ég er gífurlega ánægð að fá Halldóru, Sunnu Ösp og Auði inn í nýstofnaða markaðsdeild fyrirtækisins en ráðningarnar eru liður í því að setja aukinn kraft í markaðsmál fyrirtækisins. Saman hafa þær gífurlega umfangsmikla reynslu af ólíkum sviðum og teymið því orðið gífurlega öflug og vel í stakk búið til þess að takast á við verkefnin sem eru framundan. Samkaup hefur verið á spenanndi vegferð síðasta árið og mikil vinna verið lögð í að byggja upp ólík svið fyrirtækisins, við höfum því frá mörgu að segja frá og ég hlakka til að vinna áfram með teyminu.“