Staða ferðaþjónustunnar var til umræðu í viðskiptahluta Dagmála þessa vikuna. Gestur þáttarins var Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Í þættinum var rætt um ganginn í atvinnugreininni, skattspor greinarinnar, stöðu flugfélaganna og áhrif hennar á ferðaþjónustuna ásamt fleiru.
Spurður út í arðsemi ferðaþjónustu segir Jóhannes að hún sé enn lítil en hafi þó verið að aukast.
„Við viljum sjá hana batna. Það er kannski líka bara vegna þess að þetta er ung grein og þetta er þjónustugrein sem þarf mikið af fólki. Þannig að launakostnaður er mjög hár. Miðað við sumar aðrar greinar er erfitt að fara í sjálfvirknivæðingu,“ segir Jóhannes.
Áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á þáttinn í heild sinni hér: