Tilkynnt var í dag að Evrópski seðlabankinn hafi lækkað stýrivexti í sjötta sinn á síðustu 9 mánuðum.
Fram kemur í frétt Reuters að þrátt fyrir óvissu í kringum tollamál heimsins og áætlanir um að auka mjög eyðslu innan Evrópu í hernað þá lækkar bankinn vextina.
Lækkunin nemur 25 punktum og er samkvæmt spá markaðsaðila. Stýrivextir bankans standa nú í 2,5%.