Ný stjórn Samtaka iðnaðarins tilkynnt

Árni Sigurjónsson situr áfram sem formaður.
Árni Sigurjónsson situr áfram sem formaður. Ljósmynd/Aðsend

Ný stjórn Samtaka iðnaðarins var kunngjörð á aðalfundi SI í morgun. 

Þau fjögur sem hlutu flest atkvæði og taka almenn stjórnarsæti eru Hjörleifur Stefánsson, framkvæmdastjóri Nesraf rafverktaka, Karl Andreassen, forstjóri Ístaks, Sigrún Helgadóttir, framkvæmdastjóri Norðuráls á Grundartanga, og Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Eigarnahaldsfélagsins Hornsteins.

Árni Sigurjónsson, formaður SI, var kosinn til tveggja ára á síðasta ári og situr því áfram sem formaður.

Þau sem fara úr stjórn eru Arna Arnadóttir gullsmiður, Bergþóra Halldórsdóttir, hjá Borealis Data Center, Hjörtur Sigurðsson, hjá Mynstra, Jónína Guðmundsdóttir, hjá Coripharma, og Vignir Steinþór Halldórsson, hjá Öxar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK