Samdráttur í tekjum og EBITDA hjá Síldarvinnslunni

Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar
Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar mbl.is/Kristinn Magnússon

Síld­ar­vinnsl­an hagnaðist um 6,1 millj­arð ís­lenskra króna í fyrra. Tekj­urn­ar á síðasta ári námu 325,1 millj­ón doll­ara og 88,3 millj­ón­um doll­ara á fjórða árs­fjórðungi sam­an­borið við 404,7 millj­ón­ir doll­ara árið 2023.

Rekstr­ar­tekj­ur dróg­ust því sam­an um 19,7%. Tekju­sam­drátt­ur­inn skýrist af því að ekki var veidd loðna á ár­inu 2024 og einnig höfðu nátt­úru­ham­far­irn­ar við Grinda­vík nei­kvæð áhrif.

Rekstr­ar­hagnaður fyr­ir af­skrift­ir (EBITDA) á ár­inu 2024 var 84,0 millj­ón­ir doll­ara eða 25,8% af rekstr­ar­tekj­um. Á ár­inu 2023 var EBITDA 121,8 millj­ón­ir doll­ara og 30,1% af rekstr­ar­tekj­um. Lækk­un á milli tíma­bila nem­ur því 37,8 millj­ón­ir doll­ara. Á fjórða árs­fjórðungi 2024 var EBITDA 26,0 millj­ón­ir doll­ara eða 29,4% af rekstr­ar­tekj­um en hún var 25,4 millj­ón­ir doll­ara eða 29,3% af rekstr­ar­tekj­um á fjórða árs­fjórðungi 2023.

Hagnaður fyr­ir tekju­skatt var 56,1 millj­ón­ir doll­ara árið 2024 sam­an­borið við 92,2 millj­ón­ir doll­ara árið 2023. Á fjórða árs­fjórðungi 2024 var hagnaður fyr­ir tekju­skatt 20,3 millj­ón­ir doll­ara sam­an­borið við 12,9 millj­ón­ir doll­ara á sama tíma­bili 2023. Tekju­skatt­ur fyr­ir árið 2024 nam 12,0 millj­ón­um doll­ara og hagnaður árs­ins því 44,1 millj­ón doll­ara sam­an­borið við 73,4 millj­ón­ir doll­ara hagnað árið 2023. Hagnaður á fjórða árs­fjórðungi var 15,7 millj­ón­um doll­ara sam­an­borið við 10,6 millj­ón­ir doll­ara á sama tíma­bili 2023.

Eigið fé fé­lags­ins nam 643,1 millj­ón doll­ara. Eig­in­fjár­hlut­fall var 60,7% í lok tíma­bils­ins en það var 58,6% í lok árs 2023.  

Haft er eft­ir Gunnþóri Ingva­syni í til­kynn­ingu að árið hafi verið krefj­andi og sam­drátt­ur í rekstri skýrist að mestu leyti með afla­bresti í loðnu í byrj­un árs og elds­um­brot­um á Reykja­nesi.

„Þrátt fyr­ir fyrr­nefnd áföll tókst ágæt­lega að spila úr stöðunni og seinni hluti árs­ins var góður og má nefna að vinnsl­ur í Grinda­vík störfuðu á full­um af­köst­um frá 1. sept­em­ber. Til að bregðast við um­brot­um í Grinda­vík var sett upp salt­fisk­vinnsla til bráðabirgða í Helgu­vík og fisk­ur flutt­ur til vinnslu í Þýskalandi. Marg­vís­leg­ur ein­skipt­is­kostnaður hef­ur hlot­ist af þessu um­róti sem enn sér ekki fyr­ir end­ann á. Árið ein­kennd­ist af tölu­verðum sam­drætti í tekj­um og EBITDA, eins og rakið hef­ur verið, sem má að mestu rekja til loðnu­brests­ins og jarðhrær­ing­anna á Reykja­nesi. Fé­lagið horf­ir fram á kostnaðar­hækk­an­ir og áskor­an­ir í ytra um­hverfi rekstr­ar­ins árið 2025. Sam­drátt­ur er í afla­heim­ild­um upp­sjáv­ar­fisks. Auk þess hafa laun og aðrir kostnaðarliðir hækkað und­an­far­in ár, sem set­ur auk­inn þrýst­ing á rekst­ur­inn," er haft eft­ir Gunnþór.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK