Öll skráð félög í Kauphöllinni lækkuðu í viðskiptum þriðjudaginn 4. mars og lækkaði Úrvalsvísitalan OMXI 15 um 3,95%. Vísitalan lokaði í 2.747,71 stigi og hafði þá ekki verið lægri síðan í nóvember í fyrra.
Umræddur dagur var sá sautjándi versti í Kauphöllinni frá efnahagshruninu 2008.
Ástæðan var einkum skjálfti frá Bandaríkjunum vegna tollastríðs Trumps og óvissu í kringum stríðið í Úkraínu. Markaðurinn tók þó við sér í gær og hækkuðu flest félög á markaði.