„Hringlar ekki með skattheimtu af atvinnugreininni"

Staða ferðaþjón­ust­unn­ar var til umræðu í viðskipta­hluta Dag­mála þessa vik­una. Gest­ur þátt­ar­ins var Jó­hann­es Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar. Í þætt­in­um var rætt um gang­inn í at­vinnu­grein­inni, skatt­spor grein­ar­inn­ar, stöðu flug­fé­lag­anna og áhrif henn­ar á ferðaþjón­ust­una ásamt fleiru.

Spurður hvort ferðaþjónustan megi við þeim auknu álögum sem ríkisstjórnin hefur boðað segir Jóhannes að í rauninni megi greinin ekki við því. 

„Það fer allt eftir hverni útfært. Ríkisstjórnin segir að það sé lagt upp með auðlindagjöld en ef það tekur tíma þá eigi að leggja á komugjöld. Það er algjörlega galin nálgun. Maður hringlar ekki með skattheimtu af einni mikilvægustu atvinnugrein þjóðarinnar," segir Jóhannes og bætir við að það sé ljóst af samtölum við ríkistjórnina að það sé horft til auðlindagjalda.

Það er samtal sem við erum tilbúin að eiga en þarf að horfa til að atvinnugreinin þarf a.m.k. tólf mánaða frest og þar til þetta tekur gildir til að koma þessu inn í viðskitamódelin og að ferðamaðurinn greiði gjaldið. Að sama skapi er eðlilegt eins og þekkist er varðar sjávarútveginn að fjármagnið sem fæst úr auðlindagjöldum í ferðaþjónustu verði nýtt í rannsóknir á greininni og verkefnum sem nýtast uppbyggingu í greininni," segir Jóhannes.

Áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á þáttinn í heild sinni hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK