Enski boltinn er orðinn of dýr

María Björk Einarsdóttir forstjóri Símans
María Björk Einarsdóttir forstjóri Símans Árni Sæberg

Á síðasta ári missti Sjónvarp Símans sýningarréttinn að enska boltanum yfir til Sýnar frá og með næsta tímabili. María Björk Einarsdóttir forstjóri Símans segir í samtali við ViðskiptaMoggann að þrátt fyrir vinsældir enska boltans telji hún að verðið á sýningarréttinum sé orðið þess eðlis að varan standi ekki undir sér.

„Að okkar mati eru jákvæðu rekstrarlegu áhrifin af enska boltanum ofmetin. Enski boltinn styður vissulega við fjarskiptasölu, en ekki nógu mikið til að svara kostnaði að okkar mati. Til að mynda fjölgaði internettengingum hjá Símanum einungis um 1.200 fyrsta árið eftir að við fengum réttinn árið 2019. Við höfum skoðað gögnin yfir þessi sex ár sem við höfum haft sýningarréttinn og metum það sem svo að án hans séu nettó áhrif á rekstrarhagnað og sjóðstreymi jákvæð. Verðið á sýningarréttinum er einfaldlega orðið það hátt,“ segir María Björk.

María Björk segir að efnahagsreikningur Símans sé sterkur og fyrirtækið hefur fjármagnað ytri vöxt með lántökum.

„Við erum ekki skuldsett miðað við umfang rekstrarins og höfum notið góðra kjara bæði hjá bönkum og á markaðsfjármögnun,“ bætir hún við.

María Björk segir að fyrirtækið muni halda áfram að leita að tækifærum til vaxtar, bæði með nýsköpun og mögulegum kaupum á öðrum fyrirtækjum. Hún lýsir því að fyrirtækið hafi lagt grunninn að frekari vexti bæði með innri þróun og með því að nýta tækifæri til ytri vaxtar.

„Við höfum staðið fyrir stöðugri nýsköpun í 119 ár og það er alveg ljóst að við ætlum að halda áfram að vera leiðandi í fjarskiptum og stafrænum lausnum á Íslandi,“ segir María Björk að lokum.

Greinin birtist í heild sinni í ViðskiptaMogganum.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK