„Þetta er stóra málið"

Staða ferðaþjón­ust­unn­ar var til umræðu í viðskipta­hluta Dag­mála þessa vik­una. Gest­ur þátt­ar­ins var Jó­hann­es Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar. Í þætt­in­um var rætt um gang­inn í at­vinnu­grein­inni, skatt­spor grein­ar­inn­ar, stöðu flug­fé­lag­anna og áhrif henn­ar á ferðaþjón­ust­una ásamt fleiru.

Spurður hvernig samkeppnishæfni greinarinnar standi segir Jóhannes að hún hafi versnað á síðustu árum.

„Þetta er stóra málið sem stjórnvöld verða að horfa á í samhengi við allar ákvarðanir sem teknar eru um greinina. Það er einföld staðreynd að Ísland sem áfangstaður hefur verið að tapa samkeppnishæfni. Það er um því að kenna rekstrarumhverfi greinarinnar hefur ekki verið nógu gott og markaðsetningarmálin hafa verið tekin föstum tökum hjá okkur. Samkeppnislönd okkar hafi gert vel í markaðssetningu, nefni sem dæmi Norður-Noreg. Á sama tíma hefur lítið sem ekkert opinbert fé verið lagt til neytendamarkaðssetningar síðan 2022," segir Jóhannes.

Áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á þáttinn í heild sinni hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK