Staða ferðaþjónustunnar var til umræðu í viðskiptahluta Dagmála þessa vikuna. Gestur þáttarins var Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Í þættinum var rætt um ganginn í atvinnugreininni, skattspor greinarinnar, stöðu flugfélaganna og áhrif hennar á ferðaþjónustuna ásamt fleiru.
Spurður hvernig samkeppnishæfni greinarinnar standi segir Jóhannes að hún hafi versnað á síðustu árum.
„Þetta er stóra málið sem stjórnvöld verða að horfa á í samhengi við allar ákvarðanir sem teknar eru um greinina. Það er einföld staðreynd að Ísland sem áfangstaður hefur verið að tapa samkeppnishæfni. Það er um því að kenna rekstrarumhverfi greinarinnar hefur ekki verið nógu gott og markaðsetningarmálin hafa verið tekin föstum tökum hjá okkur. Samkeppnislönd okkar hafi gert vel í markaðssetningu, nefni sem dæmi Norður-Noreg. Á sama tíma hefur lítið sem ekkert opinbert fé verið lagt til neytendamarkaðssetningar síðan 2022," segir Jóhannes.
Áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á þáttinn í heild sinni hér: