650 milljarðar til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs

ÍL-sjóður varð til við uppskiptingu Íbúðalánasjóðs og var stofnaður með …
ÍL-sjóður varð til við uppskiptingu Íbúðalánasjóðs og var stofnaður með lögum sem tóku gildi 31. desember 2019. mbl.is/Karítas

ÍL-sjóður og ríkið munu af­henda kröfu­höf­um sín­um skulda­bréf upp á 540,4 millj­arða króna ef til­lög­ur ÍL-sjóðs og fjár­málaráðuneyt­is­ins verða samþykkt­ar.

Kröfu­haf­arn­ir fengju einnig önn­ur verðbréf að verðmæti 38 millj­arða króna, reiðufé í gjald­eyri að verðmæti 55 millj­arða króna og 18 millj­arða í ís­lensk­um krón­um.

Upp­hæðin nem­ur því sam­tals 651,4 millj­örðum.

„Með þess­um til­lög­um skap­ast grund­völl­ur til að ljúka lang­vinnu úr­lausn­ar­efni rík­is­sjóðs en viðræður um málið hafa staðið yfir í rúm­lega eitt ár,“ seg­ir í til í sam­eig­in­legri til­kynn­ingu frá ÍL-sjóði og fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyt­inu.

Viðvar­andi ta­prekst­ur ÍL

Í til­kynn­ing­unni kem­ur fram að ráðgjaf­ar 18 líf­eyr­is­sjóða og viðræðunefnd fjár­málaráðherra hafi kom­ist að niður­stöðu um að leggja fyr­ir skulda­bréfa­eig­end­ur til­lögu að upp­gjöri HFF-bréfa sem greiða mun fyr­ir slit­um ÍL-sjóðs.

ÍL-sjóður varð til við upp­skipt­ingu Íbúðalána­sjóðs og var stofnaður með lög­um sem tóku gildi 31. des­em­ber 2019. Var hann stofnaður með það að mark­miði að lág­marka áhættu rík­is­sjóðs í tengsl­um við úr­vinnslu og upp­gjör á upp­söfnuðum fjár­hags­vanda Íbúðalána­sjóðs.

Í fjár­laga­frum­varpi fyr­ir 2025 er gert ráð fyr­ir viðvar­andi ta­prekstri ÍL-sjóðs á næstu árum þar sem vaxtamun­ur sjóðsins er nei­kvæður og verðtryggðar skuld­ir hærri en eign­ir. Þar seg­ir að upp­safnaður fjár­hags­vandi sé til­kom­inn vegna upp­greiðslna á út­lán­um sjóðsins sem hóf­ust á ár­inu 2004.

Kröf­ur efnd­ar við eig­end­ur HFF-bréfa

Í til­lög­un­um felst að kröf­ur verði efnd­ar til að gera ÍL-sjóði kleift að standa við skuld­bind­ing­ar gagn­vart eig­end­um HFF-bréfa og öðrum kröfu­höf­um. HFF-bréf eru hús­bréf og hús­næðis­bréf með rík­is­ábyrgð. Virði þeirra í upp­gjör­inu er metið 651,4 ma.kr.

Í upp­gjörstil­lög­un­um felst að ÍL-sjóður og ís­lenska ríkið af­hendi kröfu­höf­um áður­nefnd rík­is­skulda­bréf að and­virði 540 ma.kr., önn­ur verðbréf í eigu ÍL-sjóðs að and­virði 38 ma.kr, gjald­eyri og reiðufé að and­virði 73 ma.kr.

Rík­is­sjóður mun, sam­kvæmt til­kynn­ing­unni, taka við hluta af vaxta­ber­andi eign­um ÍL-sjóðs, sam­tals að fjár­hæð um 222 ma.kr. en þar er um að ræða hús­næðislána­safn ÍL-sjóðs auk annarra verðbréfa.

Þarf samþykki skulda­bréfa­eig­enda, svo Alþing­is

Til­lög­urn­ar verða lagðar fyr­ir fund skulda­bréfa­eig­enda til samþykkt­ar, en samþykki 75% kröfu­hafa þarf til. Reiknað er með að sá fund­ur fari fram í apríl.

Verði til­lög­urn­ar samþykkt­ar mun fjár­mála- og efna­hags­ráðherra í fram­haldi sækja heim­ild til Alþing­is til að ljúka upp­gjör­inu með frum­varpi til fjár­auka­laga.

Kaup­höll­in birti einnig frétta­til­kynn­ingu í morg­un þar sem seg­ir, með vís­an til hinn­ar til­kynn­ing­ar­inn­ar, að breyt­ing verði gerð á gild­andi ársáætl­un Lána­mála.

„Í nú­ver­andi áætl­un er gert ráð fyr­ir að gefa út nýj­an verðtryggðan flokk með gjald­daga á ár­inu 2044 með fyr­ir­hugaðri viðskipta­vakt. Þess í stað verður gef­inn út verðtryggður flokk­ur með gjald­daga á ár­inu 2050 með fyr­ir­hugaðri viðskipa­vakt á þessu ári,“ seg­ir í til­kynn­ingu Kaup­hall­ar­inn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK