Heiðrún Lind kemur ný inn í stjórn Sýnar

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, verður sjálfkjörin …
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, verður sjálfkjörin í stjórn Sýnar á aðalfundi félagsins á föstudaginn. Ljósmynd/Íris Dögg Einarsdóttir

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, verður sjálfkjörin í stjórn Sýnar á aðalfundi á föstudaginn, 14. mars.

Auk hennar verða þau Hákon Stefánsson, Páll Gíslason, Petrea Ingileif Guðmundsdóttir og Ragnar Páll Dyer áfram í stjórn félagsins.

Rannveig Eir Einarsdóttir hefur ekki gefið kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.

Þetta má sjá í tilkynningu frá félaginu til Kauphallarinnar.

Allir hlutaðeigandi verða sjálfkjörnir

Daði Kristjánsson og Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir hafa boðið sig fram til varastjórnar.

Aðeins fimm framboð bárust til aðalstjórnar og tvö til varastjórnar, verða því allir hlutaðeigandi sjálfkjörnir á fundinum á föstudag.

Hluthöfum gefst tækifæri á að kjósa allt að þrjá einstaklinga í tilnefningarnefnd. Í framboði til tilnefningarnefndar eru þau Guðríður Sigurðardóttir og Þröstur Olaf Sigurjónsson.

Þar sem aðeins tvö framboð bárust innan framboðsfrests til tilnefningarnefndar verða þeir nefndarmenn sem kosnir eru á aðalfundi félagsins einnig sjálfkjörnir.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK