Tollastríð Kanada og Kína harðnar

Stæður af rafmagnsbílum frá BYD bíða útskipunar í kínverskri höfn. …
Stæður af rafmagnsbílum frá BYD bíða útskipunar í kínverskri höfn. Kanada lagði nýlega ofurtolla á rafbíla frá Kína. Ljósmynd/AFP

Stjórnvöld í Kína tilkynntu á laugardag að nýir refsitollar yrðu lagðir á kanadíska matvöru frá og með 20. mars.

Kínverska viðskiptaráðuneytið segir þessum nýju tollum ætlað að hefna fyrir 100% toll á kínverska rafbíla og 25% toll á kínverskt stál og ál sem stjórnvöld í Kanada kynntu til sögunnar seint á síðasta ári. Verður lagður 100% tollur á kanadíska repjuolíu og 25% tollur á kanadískt fiskmeti og svínaafurðir. Í venjulegu árferði flytur Kanada út til Kína repjuolíu fyrir jafnvirði u.þ.b. milljarðs bandaríkjadala en útflutningsverðmæti fisk- og svínaafurða til Kína nemur 1,6 milljörðum dala árlega.

Greinendur benda á að með þessum inngripum vilji ráðamenn í Peking senda kollegum sínum í Ottawa skýr skilaboð um að það borgi sig ekki fyrir Kanada að fylgja Bandaríkjunum að máli í tollastríði við Kína. Donald Trump lagði á dögunum 20% viðbótartoll á kínverskan varning til að refsa kínverskum stjórnvöldum fyrir að stemma ekki nægilega vel stigu gegn innflæði kínversks fentanýls til Bandaríkjanna. Hefur ríkisstjórn Trumps látið að því liggja við ráðamenn í Kanada að fyrirhugaðir 25% tollar á kanadískan varning kunni að verða dregnir til baka ef Kanada fæst til að vera samstíga Bandaríkjunum í fentanýl-refsitollum á Kína.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK