Kríta sækir 4 milljarða fjármögnun

Stefán Jökull Stefánsson stjórnarformaður Kríta.
Stefán Jökull Stefánsson stjórnarformaður Kríta. Ljósmynd/Aðsend

Fjár­tæknifyr­ir­tækið Kríta hef­ur gengið frá fjög­urra millj­arða króna fjár­mögn­un­ar­samn­ingi við evr­ópska sjóðinn WinYield Gener­al Partners. Samn­ing­ur­inn styrk­ir lána­bók Kríta og opn­ar dyr fyr­ir hraðari vöxt og aukna markaðssókn. Jafn­framt verður evr­ópski sjóður­inn hlut­hafi í fé­lag­inu. Frá þessu er greint í frétta­til­kynn­ingu frá fé­lag­inu.

„Kríta er fjár­tæknifyr­ir­tæki sem brýt­ur upp gam­aldags lána­kerfi bank­anna og set­ur hraða og sta­f­ræn­an ein­fald­leika í for­grunn. Fjár­magn sem ann­ars myndi sitja fast í ógreidd­um reikn­ing­um er sett í um­ferð, sem skap­ar auk­inn sveigj­an­leika og tæki­færi fyr­ir fyr­ir­tæki,“ seg­ir Stefán Jök­ull Stef­áns­son stjórn­ar­formaður Kríta.

Fjár­magnið sem var fast í kerf­inu er komið á hreyf­ingu

„Íslensk fyr­ir­tæki hafa of lengi þurft að sætta sig við ósveigj­an­leika í hæg­fara lána­ferl­um bank­anna. Kríta snýr þessu við og höf­um við fengið framúrsk­ar­andi viðtök­ur hjá ís­lensk­um fyr­ir­tækj­um með okk­ar þjón­ustu, en nú þegar hafa 1.000 fyr­ir­tæki skráð sig hjá Kríta. Frá stofn­un höf­um við veitt þrjá millj­arða í út­lán til fyr­ir­tækja og með stærri lána­bók höf­um við tæki­færi til að þjón­usta okk­ar viðskipta­vini enn bet­ur,“ seg­ir Stefán.

Viðskipta­vin­ir Kríta eru fjöl­breytt­ir og koma úr öll­um at­vinnu­grein­um að sögn Stef­áns. Þar á meðal eru fyr­ir­tæki í ferðaþjón­ustu, heild­versl­un, mat­væla­fram­leiðslu, sem og fyr­ir­tæki í inn­flutn­ingi, ráðgjöf og bygg­inga­starf­semi.

Fyr­ir­tæki geta fengið allt að 100 millj­óna króna fjár­mögn­un hjá Kríta með því að breyta ógreidd­um reikn­ing­um í laust fé fyr­ir rekst­ur­inn. Fyr­ir­tæki senda reikn­inga á viðskipta­vini eins og venju­lega sem birt­ast um leið á þeirra vefsvæði á Kríta.is. Þar eru einn eða fleiri reikn­ing­ar vald­ir til fjár­mögn­un­ar og inn­an 24 klukku­stunda berst lánstil­boð sem stjórn­andi get­ur samþykkt eða hafnað. Þá geta fyr­ir­tæki einnig fengið hefðbundið fyr­ir­tækjalán.

Breyta ógreidd­um reikn­ing­um í laust fé

„Okk­ar sérstaða ligg­ur í hraða og gagna­drifnu láns­mati. Við horf­um ekki bara á lán­tak­ann held­ur einnig end­an­lega greiðand­ann og þeirra viðskipta­sam­band. Þetta ger­ir okk­ur kleift að vera fljót­ari og sveigj­an­legri í þjón­ustu en hefðbundn­ir bank­ar, hvort sem það eru yf­ir­drátt­ar­lán eða aðrar lána­vör­ur. Við erum hraðvirkt og sveigj­an­legt fjár­tæknifyr­ir­tæki og vilj­um vera áskor­andi í hefðbund­inni bankaþjón­ustu til fyr­ir­tækja,“ seg­ir Stefán enn­frem­ur. Hann bæt­ir við að sú ákvörðun að sjóður­inn WinYield Gener­al Partners verði hlut­hafi í Kríta und­ir­striki traust þeirra á rekstr­ar­líkani Kríta og veg­ferðinni.

Fabricio Mercier, meðeig­andi hjá WinYield Gener­al Partners, seg­ir að Kríta hafi sterka stöðu á Íslandi og því hafi sjóður­inn tryggt fyr­ir­tæk­inu fjár­mögn­un. „Kríta hef­ur far­sæla sögu sem fjár­tæknifyr­ir­tæki og fjár­mögn­un­in frá WinYield mun hjálpa fyr­ir­tæk­inu að vaxa enn frek­ar og verða leiðandi lána­fyr­ir­tæki fyr­ir fjölda fyr­ir­tækja á Íslandi,“ seg­ir hann.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK