Markaðir tóku dýfu vegna tollahækkana Trumps

Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum lækkuðu vegna ótta fjárfesta við tollastríð …
Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum lækkuðu vegna ótta fjárfesta við tollastríð Donalds Trumps. AFP

Verð á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum tók skarpa dýfu í gær vegna ótta fjárfesta við neikvæð efnahagsleg áhrif af tollahækkunum sem Donald Trump Bandaríkjaforseti boðar á önnur ríki.

Samkvæmt frétt BBC urðu markaðir áhyggjufullir þegar Trump lét hafa eftir sér í sjónvarpsviðtali um helgina að stærsta hagkerfi heims væri á „breytingaskeiði” þegar hann var spurður hvort samdráttarskeið sé í vændum þar ytra.

Síðan Trump lét þessi ummæli falla á sunnudaginn hafa helstu ráðamenn og ráðgjafar hans reynt að róa ótta fjárfesta.

Trump viðurkenndi í viðtali við Fox News á fimmtudaginn, sem sýnt var um helgina, áhyggjur af efnahagslífinu.

Í lok viðskiptadagsins í gær lækkaði S&P 500 vísitalan sem fylgir stærstu skráðum fyrirtækjum í Bandríkjunum, um 2,7% og Dow Jones vísitalan lækkaði um 2%.

Til mynda lækkuðu hlutabréf í Tesla um 15,4%, við þessi ummæli Trumps. Hlutabréf lækkuðu einnig umtalsvert hjá öðrum bandarískum stórfyrirtækjum á borð við Meta, Amazon og Alphabet, móðurfélag Google.

Þá lækkaði dollarinn enn frekar gagnvart pundinu og evru, eftir að hafa lækkað mikið frá mánaðamótum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK