Um 651 milljarður fellur á ríkið

Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra.
Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra. mbl.is/Eyþór

Viðræðunefnd fjármála- og efnahagsráðherra og ráðgjafar 18 lífeyrissjóða hafa mótað tillögur um uppgjör HFF-bréfa sem greiða mun fyrir slitum ÍL-sjóðs (áður Íbúðalánasjóðs).

Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var í gær.

Áður hefur komið fram að ríkissjóður er ábyrgðaraðili sjóðsins.

Kröfur samkvæmt HFF-bréfum eru í uppgjörinu metnar á 651,4 milljarða króna samtals. Fjárhæðin endurspeglar virðismat HFF-bréfa, að frátöldum þeim eignum sem eru í eigu ÍL-sjóðs.

Íslenska ríkið mun samkvæmt tillögunum afhenda kröfuhöfum verðtryggð og óverðtryggð ríkisskuldabréf að upphæð 540,4 milljarðar króna, önnur verðbréf að verðmæti 38 milljarðar króna, reiðufé í gjaldeyri að verðmæti 55 milljarðar króna og 18 milljarða í íslenskum krónum.

Endanlegar tillögur um breytingar á greiðsluskilmálum HFF-bréfa verða lagðar fyrir á fundi skuldabréfaeigenda til samþykkis. Sá fundur er ekki staðfestur og eftir er að sjá hvaða áhrif þetta hefur á lánamál Íslenska ríkisins. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK