Ísland fái gervigreindarstofnun

Brynjólfur sótti gervigreindarráðstefnu í París nýlega.
Brynjólfur sótti gervigreindarráðstefnu í París nýlega. Ljósmynd/Brynjólfur Borgar Jónsson

Brynjólfur Borgar Jónsson, stofnandi og framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Datalab, segir að Ísland þurfi að setja upp gervigreindarstofnun eins og búið er að gera í nágrannalöndunum. „Það yrði þá miðlægur aðili sem hægt yrði að leita til í alþjóðasamstarfi og vegna þróunar og hagnýtingar tækninnar hér heima. Við megum a.m.k. ekki dragast aftur úr og helst hafa eitthvað fram að færa einnig. Við ættum að forðast að koma okkur í þá aðstöðu að vera algjörlega háð erlendum tæknirisum þegar þessi tækni er annars vegar, það gæti dregið dilk á eftir sér. Tæknin þarf að endurspegla okkar sérstöku menningu og okkar gildi. Þess vegna er mikilvægt að við séum þátttakendur en ekki bara áhorfendur.“

Hlýddi á Macron

Brynjólfur sótti nýlega gervigreindarráðstefnuna Sommet pour l'action sur l'IA í Grand Palais í miðborg Parísar og hlýddi þar m.a. á Emmanuel Macron forseta Frakklands sem sagði að Evrópa hefði alla burði til að ná árangri á sviði gervigreindar enda væru frábærir háskólar í álfunni, stór markaður, frábær sprotasena og leiðandi fyrirtæki.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK