Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur selt alla hluti sína í fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækinu Sýn, en lífeyrissjóðurinn átti um 5,69% í fyrirtækinu í gegnum sjóðinn sjálfan og Ævileið I og Ævileið II.
Í flöggunartilkynningu til Kauphallarinnar þar sem Lífeyrissjóðurinn fór undir 5% eignarhlut, kemur fram að viðskiptin hafi farið fram í gær.
Bréf Sýnar hafa hækkað um rúmlega 5% í viðskiptum í Kauphöllinni í morgun í samtals 20 milljóna viðskiptum. Miðað við gengi bréfanna í gær voru viðskiptin upp á um 330 milljónir króna.