Greencore ásælist Bakkavör

Bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir.
Bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir. Ljósmynd/Bakkavör

Sam­kvæmt til­kynn­ing­um á markaði í Bretlandi í dag hef­ur Greencore, fé­lag í sama rekstri og Bakka­vör með höfuðstöðvar á Írlandi, lagt fram til­boð í Bakka­vör.

Tvö til­boð hafa verið lögð fram, eitt 25. fe­brú­ar og annað 7. mars.  

Stjórn Bakka­var­ar staðfest­ir að hún hafi fengið óum­beðin skil­yrt til­boð frá Greencore en að báðum til­lög­um hafi verið hafnað þar sem til­boðin van­meti Bakka­vör og framtíðar­horf­ur þess veru­lega.

Bræðurn­ir Ágúst og Lýður Guðmunds­syn­ir eru stór­ir eig­end­ur í Bakka­vör. 

Sam­kvæmt seinna til­boðinu er Bakka­vör metið 25% yfir markaðsverði.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK