Ljúka sölu á eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra. Samsett mynd

Daði Már Kristó­fers­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, hef­ur lagt fram á Alþingi frum­varp um sölu á hlut­um rík­is­ins í Íslands­banka. Íslenska ríkið á 42,5% af út­gefn­um hlut­um í bank­an­um.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Stjórn­ar­ráði Íslands.

Frum­varpið er lagt fram í kjöl­far samþykkt­ar þess í rík­is­stjórn en það er sam­eig­in­legt mat rík­is­stjórn­ar­inn­ar og ráðgjafa henn­ar að markaðsaðstæður séu hag­felld­ar til að ljúka söl­unni á eft­ir­stand­andi hlut­um.

Frum­varpið breyt­ir lög­um frá 2024 um heim­ild fjár­mála- og efna­hags­ráðhera til þess að selja hluti rík­is­sjóðs í Íslands­banka í einu eða fleiri útboðum á næstu miss­er­um.

Tryggja aðkomu allra fjár­festa­hópa

Sala á hlut­um rík­is­ins er fyr­ir­huguð með útboði á fyrri helm­ingi árs­ins þar sem al­menn­ing­ur hef­ur for­gang á lögaðila og eiga lög­in sem sett voru á síðasta ári að tryggja að við fram­kvæmd­ina á útboðsferl­inu verði viðhöfð hlut­lægni, hag­kvæmni, jafn­ræði og gagn­sæi.

Frum­varpið nú bæt­ir við einni til­boðsbók til viðbót­ar við til­boðsbæk­ur A og B, til­boðsbók C, með það að mark­miði að tryggja aðkomu allra fjár­festa­hópa og auka lík­ur á virk­ari þátt­töku stórra fjár­festa án þess að ganga á for­gang al­menn­ings.

Upp­fært fyr­ir­komu­lag útboðsins á að tryggja ein­stak­ling­um lægsta verð og for­gang á út­hlut­un í til­boðsbók A. Til­boðsbók B verður óbreytt frá fyrri lög­um, með gagn­sæja verðmynd­un með að lág­marki sama verð og í til­boðsbók A en til­boðsbók C, veit­ir stór­um eft­ir­lits­skyld­um fag­fjár­fest­um hefðbundn­ara út­hlut­un­ar­ferli, á sama verði og í til­boðsbók B, og er talið geta aukið selt magn af bréf­um í bank­an­um.

Með þess­um breyt­ing­um er því þátt­taka allra fjár­festa­hópa tryggð.

Áhersla á for­gang al­menn­ings

Daði Már Kristó­fers­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, tel­ur söl­una á Íslands­banka mik­il­væg­an lið í að lækka skulda­hlut­fall rík­is­sjóðs og ná meiri ár­angri í op­in­ber­um fjár­mál­um.

„Við leggj­um áfram áherslu á for­gang al­menn­ings en jafn­framt bæt­um við við nýrri til­boðsbók til að styðja við ár­ang­urs­ríkt útboð,“ er haft eft­ir Daða í til­kynn­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK