Spá 25 punkta lækkun stýrivaxta

Vonast er eftir að stýrivextir lækki í 7,75% þann 19. …
Vonast er eftir að stýrivextir lækki í 7,75% þann 19. mars næstkomandi. Morgunblaðið/Karítas

Íslandsbanki og Landsbanki eru sammála um að Seðlabankinn komi til með að lækka stýrivexti um 0,25% í næstu vaxtaákvörðun peningastefnunefndar 19. mars næstkomandi.

Meginvextir Seðlabankans á sjö daga bundnum innlánum munu lækka úr 8% í 7,75% og hafa stýrivextir lækkað um 1,5% frá síðasta hausti, gangi spár eftir.

Að mati Íslandsbanka hefur fátt gerst í millitíðinni frá síðustu vaxtaákvörðun í byrjun febrúar, sem ætti að breyta afstöðu peningastefnunefndar til þess hvort frekari þörf sé á peningalegu aðhaldi. Landsbankinn bendir á að verðbólga hafi verið á undanhaldi síðustu mánuði og stýrivextir hafi nokkurn veginn elt hjöðnunina frá því á haustmánuðum.

Íslandsbanki telur að við ákvörðun nefndarinnar um líklega vaxtalækkun muni trúlega togast á þættir eins og hjöðnun verðbólgu milli vaxtaákvarðana, vísbendingar um betra jafnvægi á vinnumarkaði, minnkandi eftirspurnarspenna á íbúðamarkaði og hátt raunvaxtastig þrátt fyrir lækkun stýrivaxta frá októberbyrjun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK