Fræða þurfi almenning um sjávarútveginn

Staða sjávarútvegsins, uppgjör Brims og loðnuveiðar voru til umræðu í viðskiptahluta Dagmála þessa vikuna. Gestur þáttarins var Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims. 

Í þættinum barst talið að umræðunni um sjávarútveginn hér á landi.

Guðmundur segir að hann segi oft í gríni að umræðan um íslenskan sjávarútveg sé jákvæð erlendis en hún er ekki nógu jákvæð hjá innlendum aðilum. Þó séu Íslendingar stoltir af sínum sjávarútvegi séu þeir að ferðast erlendis.

„Sjávarútvegur er niðurgreiddur víða annars staðar og við borgum líka há laun í sjávarútvegi á Íslandi,“ segir Guðmundur.

Hann bætir við að ef aukin gjöld verði lögð á sjávarútveginn vonist hann til þess að stjórnvöld sýni útreikninga og frosendur áður en lagt sé fram lagafrumvarp.

Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims var gestur Magdalenu Önnu Torfadóttur í …
Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims var gestur Magdalenu Önnu Torfadóttur í Dagmálum. mbl.is/María Matthíasdóttir

„Svo virðist vera sem stjórnvöld geti bara komið með hvaða vitleysu sem er inn í þingið og stundum stoppar það þar og stundum ekki. Stjórnvöld þurfi því ekki að gera grein fyrir því hvaða afleiðingar það getur haft og hver sé hvatinn á bak við aðgerðirnar,“ segir Guðmundur.

Spurður hvað hann telji að þurfi til að snúa umræðunni hér innanlands á jákvæðari veg segir Guðmudur að fræðsla sé lykilatriði.

„Ég held að við verðum að fræða almenning betur um af hverju við rekum fyrirtækin svona og hvaða leikrleglum við erum að fara eftir. Við verðum líka að ná samtali við stjórnvöld á hverjum tíma,“ segir hann.

Áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á þáttinn í heild sinni hér: 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK