Staða sjávarútvegsins, uppgjör Brims og loðnuveiðar voru til umræðu í viðskiptahluta Dagmála þessa vikuna. Gestur þáttarins var Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims.
Spurður hvaða væntingar hann hafi til nýrra stjórnvalda segir Guðmundur að hann sé ávallt bjartsýnn í upphafi.
„Ég er svolítið hugsi núna, ef það er aðalmálið að skattleggja sjávarútveginn ennþá meira. Og halda það að strandveiðar geti borið ábyrgð á því að sjávarútvegur lifi úti á landi er náttúrulega mikill misskilningur af því að áttatíu prósent af sjávarútveginum eru úti á landi. Og má kannski segja við því að það eru tuttugu og átta skráð félög í kauphöllinni. Það eru þrjú sjávarútvegsfélög og tvö eru úti á landi,“ segi Guðmundur.
Spurður hvort sjávarútvegurinn megi við frekari skattlagningu segir Guðmundur að hægt sé að skattleggja greinina endalaust.
„Ef sjávarútvegurinn verður skattlagður meira þá mun hann þjappast meira saman. Það er hægt að skattleggja meira en afleiðingarnar verða miklar,“ segir Guðmundur.
Áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á þáttinn í heild sinni hér: