Þóknanir Spotify tífaldast á 10 árum

Sænska streymisveitan Spotify.
Sænska streymisveitan Spotify. AFP/Stefani Reynolds

Samkvæmt frétt BBC sló sænska streymisveitan Spotify met á síðasta ári þegar hún greiddi um 10 milljarða dollara í þóknanir til tónlistariðnaðarins og hafa þóknanir veitunnar tífaldast á síðustu 10 árum. Svarar þetta til 60% af heildartekjum félagsins.

Þrátt fyrir mikla aukningu síðustu ár eru tónlistarmenn ekki sáttir við hvað streymisveitan tekur mikið til sín. Spotify greiðir þóknanir til réttindahafa, sem eru venjulega plötufyrirtæki og útgáfufyrirtæki.

Þessir réttindahafar greiða síðan tónlistarmönnum og lagahöfundum samkvæmt samningum þeirra á milli. Tekjur tónlistarmanna munu því vera æði mismunandi. Samkvæmt rannsókn frá 2021 sem frétt BBC vísar til var meðalhlutfall þóknana fyrir breska listamenn, sem eru með samning við stór plötufyrirtæki, um 26%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK