Reynir ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar

Reynir Stefánsson.
Reynir Stefánsson. Ljósmynd/Dekkjahöllin

Reynir Stefánsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar. Hann var áður framkvæmdastjóri hjá OK og hefur gegnt stjórnunarstörfum undanfarna áratugi.

Í tilkynningu frá Dekkjahöllinni kemur fram að Reynir sé með víðtaka reynslu af stjórnun, sölu, markaðsmálum, rekstri fyrirtækja og hefur leitt fjölbreytt verkefni í mismunandi atvinnugreinum. Þá hafi hann tengst við Norðurland, þar þar sem hann bjó um tíma og starfaði sem framkvæmdastjóri Símalands og rekstrarstjóri hjá EJS á Akureyri.

Sé mikil tækifæri til að þróa þjónustuna enn frekar

„Ég er mjög spenntur að ganga til liðs við Dekkjahöllina og hlakka til að vinna með öflugu teymi starfsfólks. Fyrirtækið hefur langa sögu og góð viðskiptasambönd, auk þess að vera hluti af spennandi samstæðu sem leggur mikla áherslu á framúrskarandi þjónustu og gæði. Ég sé mikil tækifæri til að þróa þjónustuna enn frekar, bæði með því að bæta upplifun viðskiptavina og með því að nýta nýja tækni og lausnir sem nýtast í rekstri okkar,“ er haft eftir Reyni í tilkynningunni.

Dekkjahöllin, sem var stofnuð árið 1984, er dótturfélag Vekru sem er einnig eigandi Bílaumboðsins Öskju, Landfara, Bílaumboðsins Unu, Bílaleigunnar Lotus og Hentar. Starfsmenn félaganna eru um 250 talsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK