Samkvæmt tilkynningu hefur Origo ráðið tvo nýja forstöðumenn.
Gunnar Ingi Reykjalín Sveinsson hefur verið ráðinn sem forstöðumaður Azure skýja- og viðskiptalausna og Ásta Ólafsdóttir tekur við starfi Gunnars Inga sem forstöðumaður rekstrarþjónustu Origo á sviði þjónustulausna.
Gunnar Ingi hóf störf hjá Origo í byrjun árs 2024 sem forstöðumaður rekstrarþjónustu Origo, en fyrir það gegndi hann stöðu vörustjóra hjá Stafrænu Íslandi sem þróar og rekur vefinn Ísland.is
Ásta starfaði áður sem þjónustustjóri í skýja- og netrekstri hjá Origo.