Akkur telur Kviku vanmetna á markaði

Ármann Þorvaldsson er forstjóri Kviku banka.
Ármann Þorvaldsson er forstjóri Kviku banka. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alexander J. Hjálmarsson hjá Akk – greiningu og ráðgjöf hefur gefið út nýtt verðmat á Kviku. Þar kemur fram að markgengi sé upp á 25,7 krónur á hlut. Gengi bréfa bankans á markaði er rétt undir 20 krónum á hlut og því vanmetið.

Alexander bendir á að Kvika sé frábrugðin hinum bönkunum á Íslenskum markaði að því leyti að það sé mikill vöxtur fram undan hjá bankanum og því þurfi að meta hann á annan hátt en ella.

Bent er á að bankinn sé með metnaðarfull markmið um að tvöfalda lánabók sína á næstu þremur árum. Einnig séu líkur á að aukin umsvif verði í hagkerfinu á næstunni sem leiði til stærri verkefna á fyrirtækjasviði, bæði á lána- og ráðgjafarhlið bankans. Verðbréfamarkaðir séu að taka við sér sem muni aftur þýða aukin umsvif fyrir bankann í miðlun og eignastýringu.

Alexander bendir sérstaklega á að fjárfestar hafi almennt verið neikvæðir á starfsemi Kviku í Bretlandi og það sé því verkefni stjórnenda bankans að styrkja og skýra reksturinn. Eftirlitskerfið sé þungt og tímafrekt. Sértækir skattar á banka séu álitnir sjálfsagður hlutur, það sé því pólitísk áhætta í rekstrinum. 

Greinin birtist í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK