Samkvæmt tilkynningu hefur netöryggisfyrirtækið Syndis og dk hugbúnaður undirritað samstarfssamning um innleiðingu öryggislausna Syndis í hýsingarumhverfi dk.
Í tilefni þessa er haft eftir Trausta Sveinbjörnssyni, sviðsstjóra hýsingarsviðs dk:
„Það er mjög ánægjulegt að undirrita þennan samstarfssamning við Syndis. Með yfirburða þekkingu þeirra á netöryggi teljum við að eitt mesta verðmæti okkar viðskiptavina, sem eru gögnin þeirra, verði enn öruggari í okkar höndum. Við höfum því miður séð nýlega mjög slæm dæmi í okkar geira þar sem tilraunir til innbrota hjá hýsingaraðila hafa tekist með mjög slæmum afleiðingum fyrir bæði fyrirtækið og þeirra viðskitpavini.“