Samkvæmt tilkynningu munu orku- og veitufyrirtæki landsins fjárfesta fyrir 483 milljarða króna á næstu fimm árum.
Þetta kemur fram í könnun sem Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja, gerðu meðal aðildarfyrirtækja sinna og kynnt var á ársfundi samtakanna í dag.
Í tilkynningu er tilgreint að stærstur hluti fjárfestinganna fari í framleiðslu, flutning og dreifingu raforku eða 300 milljarðar króna. Fjárfestingar hitaveitna nema 93 milljörðum, fráveitna 49 milljörðum og vatnsveitna 40 milljörðum.