483 milljarða fjárfestingar til ársins 2030

Stór hluti fjárfestinganna fer í framleiðslu, flutning og dreifingu raforku …
Stór hluti fjárfestinganna fer í framleiðslu, flutning og dreifingu raforku eða 300 milljarðar króna. Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Sam­kvæmt til­kynn­ingu munu orku- og veitu­fyr­ir­tæki lands­ins fjár­festa fyr­ir 483 millj­arða króna á næstu fimm árum.
Þetta kem­ur fram í könn­un sem Samorka, sam­tök orku- og veitu­fyr­ir­tækja, gerðu meðal aðild­ar­fyr­ir­tækja sinna og kynnt var á árs­fundi sam­tak­anna í dag.
Í til­kynn­ingu er til­greint að stærst­ur hluti fjár­fest­ing­anna fari í fram­leiðslu, flutn­ing og dreif­ingu raf­orku eða 300 millj­arðar króna. Fjár­fest­ing­ar hita­veitna nema 93 millj­örðum, frá­veitna 49 millj­örðum og vatns­veitna 40 millj­örðum. 
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK