Markaðir sendi skýr skilaboð

Agnar Tómas Möller, sagnfræðinemi og fjárfestir, var gestur í viðskiptahluta Dagmála sem sýndur er á mbl.is. Þar var rætt um málefni ÍL-sjóðs, skuldabréfamarkaði og erlendar og innlendar efnahagshorfur.

Spurður um horfur á erlendum mörkuðum í ljósi mikillar óvissu á alþjóðasviðinu segir Agnar að skuldabréfamarkaðir erlendis séu að senda skýr skilaboð.

„Þér verður refsað ennþá meira núna en áður fyrir lausbeisluð ríkisfjármál eða of miklar skuldir. Það hefur aldrei skipt jafnmiklu máli og núna að ríkið reyni að hagræða, bæði ríki og sveitarfélög. Við hreinlega höfum ekki efni á að skila fjárlagahalla núna eins og við höfum verið að gera,“ segir Agnar.

Hann segir að ferðaþjónustan hafi verið mjög sterk. Við erum ekki með loðnu, krónan er tiltölulega sterk líka sem hann nefnir að sé ekki gott fyrir útflutningsgreinarnar og ýti undir innlenda neyslu.

„Þannig að verkið er í besta falli hálfunnið með að ná niður vöxtum almennilega og það eru líka raunvextirnir sem við þurfum að ná niður,“ segir Agnar.

Hvað varðar efnahagshorfur segir hann að ansi margt geri hann áhyggjufullan um framhaldið.

„Ef kjarasamningarnir myndu núna fara aftur af stað og við færum í meiri launahækkanir víðar þá held ég að við værum í slæmum málum,“ segir Agnar.

Áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á þáttinn í heild sinni hér:

Agnar Tómas Möller er gestur í viðskiptahluta Dagmála þessa vikuna.
Agnar Tómas Möller er gestur í viðskiptahluta Dagmála þessa vikuna. mbl.is/Hallur Már
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK