Misheppnuð fjármálastjórn ÍL-sjóðs

Aðalvandinn hjá Íbúðalánasjóði lá fyrst og fremst í uppsetningunni á sjóðnum eða misheppnaðri fjármálastjórn.

Þetta segir Agnar Tómas Möller, sagnfræðinemi og fjárfestir, í viðskiptahluta Dagmála sem sýndur var á mbl.is í gær. Þar var rætt um málefni ÍL-sjóðs, skuldabréfamarkaði og erlendar og innlendar efnahagshorfur.

„Það voru fögur fyrirheit um áhættustýringu og það ætti að halda öllu greiðsluflæði skulda og eigna í jafnvægi. Svo fýkur það út um gluggann og strax eftir fjármálahrunið er sjóðurinn kominn undir þessi fjögurra prósenta eiginfjármörk. Og stjórnmálamenn sparka dollunni á undan sér,“ segir Agnar.

Spurður hvort það megi að hans mati draga þann lærdóm af ÍL-sjóðsmálinu að það sanni að hugmyndin um samfélagsbanka virki ekki segir Agnar að hann myndi ekki endilega álykta það.

„Það er vissulega hægt að vera með einhvers konar opinberan samfélagssjóð eða banka en það þarf að vera skýrt hver tekur ábyrgðina ef illa fer og í þessu tilviki var lagt upp með að það yrði ríkissjóður. Það myndi ég segja að væri svolítið hættulegt,“ segir Agnar.

Áskrifendur geta horft á þáttinn í heild sinni hér:

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK