Sólrún kjörin stjórnarfomaður Samorku

Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Veitna og nýr stjórnarformaður Samorku.
Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Veitna og nýr stjórnarformaður Samorku. Ljósmynd/Aðsend

Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Veitna, hefur verið kjörin stjórnarformaður Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja. Hún tekur við embættinu af Kristínu Lindu Árnadóttur, aðstoðarforstjóra Landsvirkjunar, sem gegnt hefur stöðunni síðustu tvö ár.

Í tilkynningu kemur jafnframt fram að Árni Hrannar Haraldsson framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, Aðalsteinn Þórhallsson framkvæmdastjóri HEF Veitna og Ríkarður Ríkarðsson framkvæmdastjóri Viðskiptaþróunar og nýsköpunar hjá Landsvirkjun komi allir nýir inn í stjórn samtakanna.

Í stjórn sitja áfram þau Magnús Kristjánsson forstjóri Orkusölunnar, Páll Erland forstjóri HS Veitna og Guðlaug Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjármála og árangurs hjá Landsneti.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK