Útilokar smærri húsbyggjendur

Byggt í borginni.
Byggt í borginni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gunnar Ingi Bjarnason, sem rekur byggingafyrirtækið Gunnar Bjarnason ehf., segir hátt lóðaverð útiloka smærri verktaka frá því að byggja í borginni.

„Þetta er pólitík. Það kemur sér vel fyrir borgina að geta selt þéttingarreiti á uppsprengdu verði og um leið bent á hversu margar íbúðir munu rísa á þessum reitum. Lóðarverðið gerir það hins vegar að verkum að það er afskaplega erfitt fyrir venjulega byggingarverktaka að byggja á þessum reitum. Verkefnin eru svo stór.

Borgin er ekki að bjóða upp á neinar lóðir undir 20 íbúða blokkir í úthverfum, eða eitthvað sem væri þægilegra fyrir hinn almenna byggingarverktaka. Það fer líka dálítið í taugarnar á okkur sem höfum verið lengi í þessum bransa að þegar svona reitir koma á markað er hóað saman fjárfestum sem geta keypt lóðir fyrir nokkra milljarða og keyrt svo allt í gang. Byggja og svo eru félögin gerð upp og allir horfnir. En fyrir borgina er þetta tekjulind,“ segir Gunnar Ingi.

Verður þeim um megn

Hann segir aðspurður að markaðurinn sé því að kalla eftir því að byggingarfélög séu stór og öflug. Fyrir vikið eigi smærri aðilar litla möguleika á að kaupa dýrari reiti.

Ítarlega er rætt við Gunnar Inga um íbúðamarkaðinn í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK