Í gær varð bilun í tölvukerfi Olís og Ób. sem olli viðskiptavinum einhverjum vandkvæðum.
Samkvæmt tilkynningu frá félaginu veitir það 20 króna afslátt af eldsneytisverði í dag vegna þessa.
Haft er eftir Ingunni Svölu Leifsdóttur, framkvæmdastjóra Olís:
„Við hörmum þau óþægindi sem þessi skammvinna bilun kann að hafa valdið. Viðskiptavinir okkar eru afar mikilvægir og því ákváðum við að bjóða upp á þessi frábæru afsláttarkjör í dag.“